Merki Þjóðfundarins

Snemma í undirbúningsvinnunni fór talan níu (9) að skjóta upp kollinum og eftir því sem á leið kom hún fyrir aftur og aftur. Því var það ákveðið að fjöldi boðsgesta skildi verða níu (á hverju borði), níu borð á hverju svæði og tvisvar sinnum níu slík svæði þ.e. 9*9*9*2 eða 1458 einstaklingar. Það kom einnig snemma í ljós að einstaklingarnir níu myndu sitja saman við hringborð og þetta tvennt leiddi til þess að hugmyndin að merki þjóðfundarins kviknaði.

Merkið táknar níu einsaklinga sem standa saman bak í bak og leiðast hönd í hönd og mynda þannig merkið ef horft væri ofan frá. Merkið er appelsínugult í miðjunni sem er litur sameiningarinnar en lykkjurnar eru í regnbogans litum til að tákna ólíkt fólk með ólíkar skoðanir sem getur samt sem áður unnið saman að sameiginlegu markmiði. Þannig getur hver einstaklingur orðið meiri fyrir vikið eða eins og skáldið Einar Benediktsson orðaði það svo eftirminnilega í ljóði sínu Fákar:

„Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.“

Undirbúningshópurinn vonast til að sjá merki fundarins sem víðast þannig að sem flestir viti af Þjóðfundinum. Því er öllum frjálst að nota merkið til að kynna þjóðfundinn. Hér fyrir neðan eru ýmsar útfærslur af merkinu til ýmissa nota. Ekki má breyta merkinu eða nota það í öðrum tilgangi en að vekja athygli á þjóðfundinum

Hönnuður merkisins er Þorgils Völundarson, thorgilsv@thjodfundur2009.is

Útfærslur á merkinu

Hér neðar eru listaðar ýmsar útfærslur á merkinu. Í flestum tilvikum er um að ræða eftirfarandi þrjár tegundir:

Merkið án titils: Merkið með titli: Merkið með titli og undirtitli:

Vektor snið, t.d. fyrir prent- og fjölmiðla

AI - Adobe Illustrator:
Fyrir: prentefni
EPS - Encapsulated Postscript:
Með titli - Fyrir: prentefni, Open Office og fleira
Með titli og undirtitli - Fyrir: prentefni, Open Office og fleira
PDF - Portable Document Format:
Fyrir: prentefni, ljósvakamiðla
WMF - Windows Metafile:
Með titli - Fyrir: Word, Excel, Powerpoint og fleiri Windows forrit
Með titli og undirtitli - Fyrir: Word, Excel, Powerpoint og fleiri Windows forrit

Vefmiðlar

JPEG - Joint Photographic Experts Group:
Lítið (50x50px) - án titils
Lítið (125*55px) - með titli
Lítið (135*60px) - með titli og undirtitli
Stórt (150x150px) - án titils
Stórt (250*110px) - með titli
Stórt (270*110px) - með titli og undirtitli
PNG - Portable Network Graphics:
Merkið er með gegnsæjum bakgrunni:
Án titils:
16x16px
32x32px
64x64px
96x96px
128x128px
Lítið (125*55px)
Stórt (250*110px)
Með titli og undirtitli:
Lítið (135*60px)
Stórt (270*120px)

Facebook

Hér er skemmtileg vefsíða sem býður upp á að setja merki (watermark) á myndir og hlaða þeim inn á Facebook. Hlaðið niður png mynd hér að ofan, vistið á góðum stað og farið svo á www.picmarkr.com og fylgið einföldu þriggja þrepa ferli.