Undirsíður

Styrktu Þjóðfund

Framkvæmd og uppsetning Þjóðfundarins er viðamikil og kostnaðarsöm. Undirbúningsnefndin gerir sitt ýtrasta til að ná kostnaði eins mikið niður og mögulegt er en sumt er einfaldlega ekki hægt að fá ókeypis. Áætlaðir kostnaðarliðir eru á bilinu 15-20 milljónir og til að standa straum af þeim kostnaði reiðum við okkur á velvilja almennings og fyrirtækja. Svo að enginn geti slegið eign sinni á þjóðfundinn getur einstakur aðili eða fyrirtæki ekki styrkt Þjóðfundinn um meir en 300.000 krónur. Við viljum hins vegar bjóða sem allra flestum að styrkja Þjóðfundinn og bjóðum upp á ýmsar leiðir til þess.

Ef að það safnast fyrir meira en nauðsynlegum kostnaði verður það fé sett upp í kostnað við eftirfylgni við Þjóðfundinn. Bókhald Þjóðfundarins verður opinberað að honum loknum.

Styrktarnúmer

Ef hringt er í neðangreind númer getur þú styrkt Þjóðfundinn um 1.000, 3.000 eða 5.000 krónur.

1.000 krónur 3.000 krónur 5.000 krónur
903-1010 903-3030 903-5050

Reikningsnúmer

Hægt er að leggja frjálst framlag inná reikning Samtaksins Mauraþúfunnar, Sparisjóð suður Þingeyinga á Húsavík, reikningur 1110-26-7797, kt. 500909-1880. Vinsamlegast sendið staðfestingu á maurathufan@thjodfundur2009.is