Tækifæri

 • Ísland í alþjóðasamfélagi verði táknmynd friðar og umburðarlyndis. Íbúum dreifbýlis tryggt réttlæti og þjóðin líti glöð til nýs Íslands.
 • Bjartsýn, kröftug, sjálfstæð þjóð meðal þjóða í vel reknu samfélagi, þar sem allir njóta sömu tækifæra og þar sem frelsinu fylgir ábyrgð.
 • Friðsöm fyrirmyndarþjóð með sterka sjálfsmynd í landi jafnræðis og hamingju. Tekur þátt í alþjóðasamstarfi af heilindum, með full yfirráð yfir auðlindum.
 • Heiðarlegt og ábyrgt samfélag sem tekur mið af virðir og sameinar reynslu og þekkingu sína og annara þjóða.
 • Ísland er auðugt af menningu og listum, það er aðili að esb og auðlindir eru í almannaeigu.
 • Við erum ábyrg þjóð sem setur hagsmuni heildarinnar í öndvegi, þróum gagnsæi í nýrri stjórnarskrá, þar sem stjórnskipan endurspeglar virðingu fyrir öllu lífi.
 • Íslendingar vilja taka ábyrgð og læra af reynslunni en jafnframt standa saman með bjartsýni, heiðarleika og von að leiðarljósi.
 • Heilbrigt, heiðarlegt og réttlátt samfélag í alþjóðlegu samstarfi, þar sem opin og upplýst umræða um þjóðfélagsmál þrífst og íslensk menning blómstrar.
 • Sjálfstætt lýðræðisríki utan ESB með skýra framtíðarsýn sem byggir á frumkvæði, nýsköpun og krafti fólks sem ber ábyrgð á gjörðum sínum
 • Að Ísland verði miðstöð friðar, sem lætur sig hag náungans varða og þar fari fram fordæmalaus umræða um esb.
 • Bætt samfélag með skýra ábyrgð. Tilraunasamfélag með þróttmikla atvinnu- og nýsköpun sem endurreisir heiðarleika Íslands í samfélagi þjóðanna.
 • Íslands stæði betur ef lífskjör bötnuðu og siðbót yrði. Það má gera með öruggri mynt, frjálsri fjölmiðlun og nægjusemi.
 • Tækifæri þjóðarinnar byggjast á menningu og alþjóðasamstarfi, ábyrgri efnahagsstjórn og skynsamlegri nýtingu auðlinda til nýsköpunnar og framkvæmda, td rafbílavæðingar.
 • Ísland er sjálfstæð þjóð utan ESB þar sem réttlæti, frelsi og ábyrgð eru höfð að leiðarljósi.
 • Þjóðleg menning, kristin trú, agað og heiðarlegt samfélag móti land tækifærannna, þar sem umhverfismál og hátæknisjúkrahús við Ártúnshöfða hafa forgang.
 • Ísland er sjálfstæð þjóð meðal þjóða, opið heiðarlegt samfélag með áherslu á nýsköpun og skapandi hugsun.
 • Virkjum kraft og auðlindir þjóðarinnar til að tryggja okkur sess í alþjóðasamfélaginu með heiðarleika og lýðræði að vopni.

Jafnrétti

 • Umburðarlynt, upplýst og ofbeldislaust samfélag sem byggt er á jöfnuði og réttlæti og einkennist af samfélagslegri ábyrgð.
 • Heiðarlegt velferðarsamfélag þar sem fólkið hefur jafnan alhliða rétt og möguleika óháð kyni og búsetu.
 • Jafnrétti felst í að á Íslandi búi allir við mannréttindi og virðingu, að réttindi barna séu virt og að öllum séu tryggð lífvænleg og örugg skilyrði.
 • Samfélag þar sem mannréttindi eru í heiðri höfð, jöfn tækifæri og laun fyrir alla, óháð kyni eða þjóðfélagshópi.
 • Réttlátt samfélag án fátæktar byggt á velferð og jöfnuði, þar sem manréttindi eru virt, þátttaka allra er tryggð og einstaklingurinn fær að njóta sín.
 • Samfélag án fordóma. Frelsi til atvinnu og mennta með jöfnum tækifærum, óháð uppruna, kyni og búsetu.
 • Þjóðfélag sem byggir á réttlátri tekju- og eignaskiptingu, þar sem grunnþörfum einstaklings er fullnægt, samfélag félagslegs jöfnuðar þar sem allir fá sömu tækifæri.
 • Samfélag þar sem allir eigi jafnan rétt og hafi sömu tækifæri og sýni ábyrga þátttöku í samfélagi þjóðanna.
 • Ísland verði land jafnréttis þar sem hæfileikar einstaklinga njóti sín óháð kyni og efnahag - þar sem menntun og virðing eru í fyrirrúmi.
 • Virðing borin fyrir jöfnum rétti íslendinga til náms, auðlinda og landsins gæða. Jafnrétti ríkir milli skuldara og fjármagnseiganda.
 • Samfélag þar sem mannréttindi eru virt, allir njóta réttlætis og hafa jöfn tækifæri svo sem til náms og athafna.
 • Umburðarlynt samfélag þar sem ríkja jöfn tækifæri til menntunar, vinnu og launa, óháð kyni og þjóðfélagshópum.
 • Á umburðarlyndu Íslandi jafnra tækifæra skal ríkja fullt jafnrétti allra þegna samfélagsins, burtséð frá t.d. kyni og uppruna. Launajafnrétti skal í hávegum haft.
 • Við vijum samfélag jafnaðar og góðrar stjórnsýslu sem konur og karlar móta saman, sköttum er réttlátt dreift og auðlindir í þjóðareign.
 • Ísland verði fordómalaust samfélag þar sem allir þegnar hafa jöfn tækifæri, kynin hafa jafnan rétt og vægi atkvæða endurspegli landið sem eitt kjördæmi.
 • Raunverulegt jafnrétti kynja óháð efnahag, uppruna og þjóðfélagsstöðu þar sem ábyrgð og auðlindum er jafnt skipt.
 • Ísland verði lýðræðisríki þar sem réttlæti og jöfnuður ríkir fyrir alla þjóðfélagshópa. Þar ríki tjáningarfrelsi, jafnrétti kynjana og allir fái lifað með reisn.
 • Á Íslandi sé jafnræði þegnanna þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, hafi sama rétt til náms og heilsugæslu. Kynjamismun sé útrýmt og auðlindir séu sameign þjóðarinnar.

Stjórnsýsla

 • Gagnsæi og siðferði skal haft að leiðarljósi í íslenskri stjórnsýslu með virkri þátttöku íbúa, stöðugleika í efnahagsmálum og samvinnu við Evrópu
 • Lýðræðisleg stjórnsýsla á að vera opin, skilvirk, fagleg og óspillt, grundvölluð á virku eftirliti og réttarkerfi. - Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB.
 • Réttarfar og siðferði tryggi: - Þjóðareign auðlinda - Virka ábyrgð stjórnmálamanna - Dreifða stjórnsýslu um landið - Að erlendum glæpamönnum verði úthýst.
 • Heiðarleg og gagnsæ stjórnsýsla. Opið, óháð stjórnkerfi með persónukjörnum fulltrúum. Með þá framtíðarsýn að selja ekki auðlindir þjóðarinnar og skuldsetja ekki komandi kynslóðir.
 • Við bætum siðferði stjórnsýslunnar með upplýstara og gegnsærra kerfi, t.d. í skattamálum. Þessu náum við fram með virku raunlýðræði og fjölgun kosningaúrræða.
 • Öflugt lýðræði sem einkennist af gagnsæi, heiðarleika og sanngirni. Virku eftirliti með stofnunum samfélagsins og stjórnarskrá settri af almenningi.
 • Virkt lýðræðisríki með faglega, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu, byggða á grunngildum svo sem frelsi, jöfnum tækifærum og réttlæti, með þrískiptingu valdsins í reynd.
 • Íslensk stjórnsýsla byggir á gagnsæi, skilvirku stjórnskipulagi, öflugu réttarvörslukerfi með sterkri siðferðisvitund ráðamanna sem standa vörð um auðlindir þjóðarinnar!!
 • Stjórnskipan sem byggir á réttlæti og lýðræði með gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu og auðlindum í eigu þjóðarinnar.
 • Stjórnsýslan á að einkennast af heiðarleika, fagmennsku, gagnsæi og lýðræði. Við viljum einfalda hana og gera skilvirkari.
 • Virkt lýðræði með persónukjöri, auknu íbúalýðræði, skýrri aðgreiningu framkvæmda- og löggjafarvalds, skilvirku réttarkerfi þar sem auðlindir nýtast í þágu þjóðar.
 • Á Íslandi sé lýðræði í hávegum haft. Samfélagið byggir á gagnsærri stjórnsýslu og siðferði meðal borgaranna. Ísland allt í byggð.
 • Ísland verði lýðræðislegt samfélag, í einu kjördæmi, með öflugt Alþingi aðskilið framkvæmdavaldinu, með skilvirka og gagnsæa stjórnsýslu ásamt réttlátu dómskerfi þar sem refsingar við kynferðisafbrotum verði þyngdar.
 • Gagnsæ og skilvirk stjórnsýsla með skýrum leikreglum, jafnvægi atkvæða. Stöðugleika í efnahagsmálum og einföldun launa, skatta og bónuskerfi.
 • Við viljum gagnsæja stjórnsýslu sem byggir á öflugri löggæslu og tekur á spillingu og að aðlindir séu eign þjóðarinnar.
 • Við viljum sjá gagnsætt stjórnkerfi sem byggir á raunverulegri þrískiptingu valds, bættu siðferði, virkari framkvæmd lýðræðis og að refsidómar verði í samræmi við afbrot.
 • Að Ísland sé sjálfstætt lýðræðisríki, með gagnsæja stjórnsýslu, með áherslu á að þjóðin eignist auðlindir landsins og efli landsbyggðina.

Atvinnulíf

 • Við viljum auka sjálfbæra nýtingu á eigin auðlindum og vistvænum orkugjöfum bæði til atvinnusköpunnar og almennrar neyslu.
 • Efla nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf s.s. hönnun og listir. Standa vörð um sjávarútveginn með réttlátri fiskveiðistjórnun og úthlutun aflaheimilda.
 • Atvinnulíf sem byggir á auknu viðskiptasiðferði, nýtingu auðlinda fyrir þjóðina, nýsköpun, heilbrigðu rekstrarumhverfi fyrirtækja og réttlátri stjórnun fiskveiða.
 • Sterkt atvinnulíf byggir á fjölskylduvænni atvinnustefnu og sjálfbærri þróun þess, skynsamlegri nýtingu auðlinda, öflugri nýsköpun, listum og fjölbreyttum útflutningi.
 • Á Íslandi er atvinnuöryggi sem styður við nýsköpun, tryggir nýliðun í sjávarútvegi. Atvinnusiðferði er í hávegum haft.
 • Fjölbreytt atvinnulíf byggir á nýsköpun þar sem auðlindir eru þjóðareign og öflugur þekkingariðnaður kemur í stað ódýrrar orkusölu.
 • Við erum þjóð sem grundvallar atvinnulíf sitt á hugviti og menningu. Með rannsóknum og nýsköpun byggjum við sterka atvinnuvegi, og nýtum auðlindirnar í þágu atvinnusköpunar á íslandi, sem tryggir atvinnu fyrir alla.
 • Ísland er nýsköpunarland þar sem mannauður og aðrar auðlindir þjóðarinnar eru nýttar með fjölbreytni í atvinnulífi með áherslu á smáfyrirtæki og landbúnað. Þetta er mannvirkjun, stóriðja framtíðarinnar.
 • Atvinnustefnan byggi á mannauði og sköpun, sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu. Hófleg nýting náttúruauðlinda, hugvit og siðferði verði grunnhugsun.
 • Tryggja skal atvinnu fyrir alla með því að efla rannsóknir og nýsköpun samfara sjálfbærri nýtingu auðlinda.
 • Stóraukin áhersla og hvatning til nýsköpunar sem skapar ný tækifæri, stóreykur íslenska framleiðslu til aukinna milliríkjaviðskipta sem tryggir næg atvinnutækifæri
 • Nýta mannauð til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar m.a. í fjölbreyttri ferðaþjónustu, matvælaiðnaði, ylrækt og fullvinnslu iðnaðarvara
 • Allir íslendingar eiga möguleika á atvinnu við hæfi. Sóknarfæri ber að nýta með skynsamlegri nýtingu auðlinda og hráefni verði fullunnið á Íslandi.
 • Stuðla að nýsköpun sem styrkti stoðir íslensks atvinnulífs, laðar að erlenda fjárfesta og tryggir margbreytilega atvinnumöguleika fyrir alla.
 • Stjórnsýslan aðlagi sig að breyttum áherslum í landbúnaði, iðnaði og sjávarútvegi með breytingum á kvótakerfinu og eflingu ylræktar.
 • Íslenskt atvinnulíf styður við nýsköpun, frumkvæði og hugmyndaauðgi, þar sem almannauðurinn gegnir lykilhlutverki. Áhersla er lögð á innlenda verðmætasköpun og virka þátttöku í samstarfi þjóða
 • Hagstætt rekstrarumhverfi sem hvetur til nýsköpunar og eflir grunnstoðir atvinnulífsins auk þess sem auðlindir landsins verði þjóðareign
 • Virkt atvinnusiðferði með áherslu á mannauð, nýsköpun, skynsama nýtingu auðlinda og næga atvinnu. Framsækið þjóðfélag í sátt við náttúruna.
 • Atvinnulíf íslendinga skal byggjast á nýsköpun þar sem vinnusiðferði, vistvænar áherslur, menning og skapandi greinar fá að njóta sín.

Umhverfismál

 • Inn í framtíðina með virðingu fyrir náttúrunni, bættri umhverfisvitund og gagnsærri nýtingu auðlinda. Ég vil hafa náttúru.
 • Ísland móti heildarstefnu í umhverfismálum með áherslu á sjálfbæra nýtingu, náttúruvernd og fræðslu. Orka sé vistvæn og byggð hönnuð með tilliti til íslensks umhverfis
 • Tækifæri Íslands liggja í samfélagsþróun sem byggir á náttúrulegri sérstöðu landsins
 • Sjálfbær þjóð sem á og varðveitir eigin auðlindir í hreinu landi. Fyrirmynd og leiðandi í nýsköpun, orku og umhverfismálum
 • Nýta tækifæri með faglegri, ópólitískri, heildrænni stefnu í skipulagsmálum og nýta orkugjafa en gæta ávallt virðingar fyrir auðlindum þjóðarinnar.
 • Íslendingar bera virðingu fyrir náttúru landsins og nýta hreinleika hennar til vistvænnar matvælaframleiðslu og hafa forystu um sjálfbæra nýtingu orkuauðlinda.
 • Setjum sameiginleg markmið um friðun og skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda. Eflum umhverfisvitund, vistvænni samgöngur og verðum leiðandi í vistvænni orku.
 • Við viljum eftirláta komandi kynslóðum hreinu landi, með virkjun endurnýtanlegrar orku, skynsamlegri nýtingu auðlinda, umhverfisvænum samgöngum, endurvinnslu og atvinnuþróun (á þessu sviði).
 • Náttúra og auðlindir í þjóðareign. Virðing verði borin fyrir náttúrunni, Sjálfbær nýting höfð að leiðarljósi og sérkenni náttúrunnar varðveitt.
 • * Auðlindir í eigu íslendinga! * Kennsla í umhverfismálum í grunnskólann! * Orkumál og samgöngur skipta miklu máli varðandi nátturuvernd og umgengni við landið.
 • Jafnvægi manns og náttúru er forsenda hreins lands. Ræktun og nýting þarf að byggjast á virðingu fyrir lífkerfinu í heild sinni.
 • Sjálfsvirðing þjóðar er samofin náttúrinni, stefna og heildarsýn verði í sátt við þjóðina og afkomendur, virkja þarf frumkvæði og ábyrgð fólks t.d. við endurnýtingu og sjálfbærni.
 • Vistvænt samfélag sem nýtir auðlindir á ábyrgan hátt, í sátt við náttúruna, með landvernd og hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi.
 • Leiðarljós umhverfisstefnu er: Náttúruvernd sem verndar íslenskan landbúnað og fjárstofn, tryggir arðbæra og umhverfisvæna ferðaþjónustu þar sem hagnýting rafbíla er meginþáttur í samgöngum.
 • Taka frumkvæði í náttúruvernd og umhverfismálum í alþjóðlegu samhengi. Vera fyrsta landið til að knýja alla bíla og skip með vistvænni og innlendri orku og hafa ætíð náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi.
 • Landsmenn beri virðingu fyrir náttúrunni og lífríkinu, eigi auðlindirnar og nýti þær af skynsemi.
 • Við viljum að Ísland verði í fararbroddi í nýtingu vistvænnar orku og þess gætt að auðlindir séu eign þjóðarinnar og náttúra landsins vernduð.
 • Með sjálfbærri auðlindanýtingu, mengunarvörnum og náttúruvernd verður Ísland í fararbroddi í nýtingu hreinna orkugjafa, t.d. með fjölgun raf- og vetnisbíla. Því er mikilvægt að auðlindir verði í þjóðareign.

Sjálfbærni

 • Sjálfbær nýting allra auðlinda til lands og sjávar, virðing fyrir umhverfi og sjálfstæði í orkumálum.
 • Sjálfbært orkusamfélag með stýringu auðlinda. Aukin menntun og rannsóknir stuðli að fullvinnslu á íslensku hráefni og minnkun á innflutningi orku.
 • Við stuðlum að sjálfbærni með rannsóknum og skynsamlegri nýtingu auðlinda sem tryggir atvinnu og betri skiljum lands til afkomenda.
 • Forsenda efnahagslegs sjálfsstæðis þjóðarinnar er skynsamleg nýting allra auðlinda í eigu þjóðarinnar, öllum til hagsbóta.
 • Tækifæri Íslands felst í að verða vistvænt samfélag til fyrirmyndar á heimsvísu þar sem almenningur er meðvitaður um sjálfbærni og nýtir auðlindir landsins með endurnýjanlegum orkugjöfum.
 • Gera skal raunhæfa áætlun um hagkvæma og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda með græna orku og sjálfstæði þjóðarinnar fyrir augum.
 • Sjálfbærni verði leiðarljós við nýtingu auðlinda lands og þjóðar. Áhersla verði á innlenda orkugjafa, þekkingariðnað og fulla nýtingu afurða.
 • Ísland verði fyrirmyndar þjóð í forystu vegna sérstöðu í sjálfbærri nýtingu auðlinda og notkunar á innlendum orkugjöfum ásamt þróun nýrra atvinnugreina sem leiða til framsækinna nýjunga.
 • Auka sjálfbæra verðmætasköpun með nýtingu auðlinda, þ.m.t. endurnýtingu/endurvinnslu. Stjórnvöld veiti tímabundnar skattaívilnanir á græna orku og kenni sjálfbærni og neyslusiðferði í skólakerfinu. Ísland byggir upp kolefnisbanka með skógrækt.
 • Ísland verði frumkvöðull í sjálfbærri nýtingu náttúruauðæfa sinna með eflingu menntunar, nýsköpunar, rafvæðingar skipa og farartækja sem og vöruþróun.
 • Við virkjum kraftinn í einstaklingnum, samfélaginu og náttúrunni með ráðdeild og sjálfbærni að leiðarljósi.
 • Sjálfbær nýting auðlinda til atvinnusköpunar og matvælaframleiðslu. Auka vitund fólks um sjálfbærni og hafa langtíma hagsmuni í fyrirrúmi.
 • Auðlindir séu sameign þjóðarinnar, umhverfisvitund þjóðar þarf að efla, nýting náttúruauðlinda verði með sjálfbærum hætti til atvinnuuppbyggingar og framleiðslu - til langstíma.
 • Ísland verði fyrirmynd þjóða í sjálfbærni, lögð er áhersla á nýsköpun í orkuýtingu, verndun náttúru og efnahagsleg sjálfbærni tryggð
 • Aukin sjálfbærni byggi á frumkvöðlum og hugviti og nýtingu íslenskrar orku til innlendrar framleiðslu þar sem tækifærin eru nýtt þannig að þau skili sem mestu til óborinna kynslóða.
 • Samfélg með sjálfbærni að leiðarljósi, sem hlúir að velferð mannsins og fjölskyldunnar, hvetur til að velja íslenska framleiðslu og nýtir náttúruauðlindir sínar af skynsemi í þágu allra.
 • Með fræðslu, þekkingu og hvatningu leggjum við grunninn að vistvænni orku og endurnýtingu auðlinda.

Menntamál

 • Við viljum metnaðarfulla menntastefnu sem byggir á jafnrétti til náms óháð efnahag. Jafnframt þarf aukna áherslu á einstaklingsmiðað nám, verknám og góð tengsl skólastarfsins við íþróttahreyfinguna
 • Að stjórnsýsla grunn-, framhalds- og háskóla auki áherslu á nýsköpun og verkmenntun. Leggja áherslu á gjaldfrjálsar skólamáltíðir, skólabúninga og útrýmingu eineltis.
 • Byggjum sjálfstætt og gagnrýnið þekkingingarþjóðfélag, þar sem allir hafa jafnan rétt til fjölbreytts, skapandi, bóklegs og verklegs náms alla ævi.
 • Við viljum menntun fyrir alla óháð efnahag, öflugt menntakerfi með öflugri stoðþjónustu, þar sem siðfræði er rauður þráður gengum allt kerfið.
 • Menntun mótist af lýðræðislegri skapandi og gagnrýnni hugsun og varðveislu menningararfleifðar, jafnhliða því að efla rannsóknir og vísindi.
 • Menntakerfi sem byggir á jafnrétti, fjölbreytni og nýsköpun, sem styrkir einstaklinginn með krafti og frumkvæði svo hæfileikar allra njóti sín.
 • Allir hafi jafnan rétt til góðrar menntunar með tilliti til hæfni einstaklingsins. Ríkulegt meningarsamfélag með verndun íslenskrar tungu að leiðarljósi.
 • Öllum skal tryggt jafnrétti til náms við hæfi. þar sem eineltisofbeldi er útrýmt. Sérstök áhersla á fjármálalæsi, gagnrýna hugsun og siðfræði.
 • Allir hafi jafnan rétt til góðrar menntunar með áherslu á tengingu við atvinnulífið og umhverfismennt og aukinni fræðslu um gangverk þjóðfélagsins.
 • Við búum í þekkingarsamfélagi þar sem nýsköpun ríkir og allir hafa aðgang að námi, einstaklingurinn fær að njóta sín og áhersla lögð á sköpunargleði.
 • Framúrskarandi menntakerfi með jafnrétti til náms og tilliti til ólíkra sérþarfa, áherslu á fjölbreytt námsefni m.a. siðfræði og forvarnir gegn tölvufíkn, árangursmat kennara tekið upp
 • Ókeypis, vel skipulagt menntakerfi sem byggir á jafnræði og virðingu, þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni og sköpun.
 • Sjálfstæð, vel menntuð og siðmenntuð þjóð, sem veitir öllum jöfn tækifæri til menntunar og styður verkmenntun
 • Börnin eru framtíð þjóðarinnar. Aukum gæði og valkosti menntunar, menningar og lista. Allir hafa sama rétt til náms, óháð fjárhag. Aukum markvissar forvarnir.
 • Ísland er alþjóðlega samkeppnishæft þekkingarasamfélag þar sem menntun er í forgangi, allir hafa tryggan aðgang að fjölbreyttu einstaklingsmiðuðu námi s.s. iðnmenntun og rannsóknatengdu háskólanámi. Byggðu á beinu lýðræði.
 • Á Íslandi ríki jafnrétti til náms, virðing verkmenntunar aukin, skapandi hugsun elfd og gæði menntunar tryggð
 • Tryggja jafnt aðgengi að góðu og öflugu menntakerfi þar sem áhersla er lögð á félagslega færni ásamt fjölbreyttum námstækifærum fyrir hvern einstakling.
 • Þekkingarsamfélag með gott menntakerfi sem býður upp á jöfn tækifæri til menntunar

Fjölskyldan

 • Tryggja fjölskyldum þak yfir höfuðið, koma á jafnvægi í vinnutíma og fjölskyldulífs. Bæta réttindi einstæðra feðraog takaaf skerðingu grunnbóta TR til eldri borgara
 • Fjölskylduvænt þjóðfélag þar sem áhersla er lögð á nám í nýsköpun, sjálfbærni, góð lífsgildi, öruggt húsaskjól, hófsemi og ráðdeild.
 • Samfélagið standi vörð um fjölskylduna og heimilin með áherslu á örugga réttarstöðu, fjármál heimilinna, sveigjanlegan vinnutíma og tengsl kynslóða. (stórfjölskyldurinnar)
 • Fjölskyldan er hornsteinn samfélalgsinns. Tryggja ber að fjölskylda og atvinnulíf geti þrifist hlið við hlið án kynslóðabils og með jafnrétti að leiðarljósi
 • Fjölskylduvænt samfélag sem stutt er af hagstæðu atvinnu- og skattaumhverfi, þar sem áhersla er lögð á siðferði
 • Á Íslandi á fjölskyldana að vera í fyrirrúmi, leggja þarf áherslu á auknar samverustundir, lífsleikni og almenna velferð og öryggi allra.
 • Samfélagið standi vörð um heimilin þar sem réttur barna til beggja foreldra er virtur og aðgangur að tónlistar- og íþróttarstarfi tryggður að sama marki og rétturinn til grunnnáms.
 • Styrkjum fjölskylduna sem hornstein samfélagsins, endurmetum lífsgildi okkar og leggjum meiri áherslu á uppeldi, aga og samveru fjölskyldunnar.
 • Samfélag þar sem fjölskyldan hefur öruggan rekstrargrundvöll, kynslóðabil er lítið og barnavernd hefur forgang.
 • Upplýst fjölskylduvænt samfélag sem byggir á virðingu og umhyggju fyrir öldruðum og vinnur markvisst gegn einelti.
 • Áhersla á fjölskylduvænt samfélag þar sem réttindi og samvera allra aldurshópa er tryggð. Ábyrgð uppeldisstefna með áherslu á virðingu og kærleika.
 • Fjölskyldan er máttarstólpi samfélagsins þar sem félagslegt og fjárhagslegt öryggi er tryggt og stuðla að samneyti allra aldurshópa, þar sem reynsla aldraða er virt og nýtt
 • Launakjör fjölskyldufólks miðast við eina fyrirvinnu. Mannrækt og forvarnir birtast í gjaldfrjálsri tómstundaiðkun fyrir alla. Samfélagsleg ábyrgð innifelur aukin samskipti milli kynslóða,
 • Víðsýnt og fjölskylduvænt samfélag, byggt á kristnum gildum, þar sem réttindi barna til umhyggju og menntunar eru virt og fjárhagslegt jafnrétti gildir.
 • Afkoma fjölskyldna byggist á öruggri atvinnu og tryggu réttindaumhverfi (sem og jöfnum rétti foreldra) hóflegu vinnuálagi og nálægð við lögbundna þjónustu.
 • Á íslandi eru gömul grunngildi í heiðri höfð, fjölskylduvænt öriggi og börn ekki gerð að markaðsviðmiði.
 • Fjölskyldur geti lifað af dagvinnulaunum og vinnuálag hamli ekki samveru fjölskyldunnar. Kostur sé á 12 mánaða fæðingarorlofi og áhersla sé á gott uppeldi og jákvæðan aga.
 • Fjölskyldan í fyrirúmi með áherslu á samveru, umhyggju og lýðræði barna. Vinnutími aðlagaður að þörfum fjölskyldna og bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað.

Velferð

 • Markviss stefnumörkun skilvirkt stjórnskipulag með hámarksnýtingu fjármuna. Nýtum tóbaks-, áfengis og sykurskatt í öflugri endurhæfingu og ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir börn (tannlækningar og sálfr.þj.) og aldraðra.
 • Öflugt og skilvirkt heilbrigðis- og velferðarkerfi sem leggur áherslu á jafnt aðgengi, forvarnir, eftirfylgni, langtímalausnir og framtíðarsýn fyrir alla.
 • Öflugt velferðarkerfi sem byggir á markvissum forvörnum. Jafnrétti til heilsugæslu, lækninga og umönnunar, óháð aldri, búsetu og efnahag.
 • Sterkt velferðarsamfélag o gott heilbrigðiskerfi með áherslu á forvarnir, heilbrigt líferni, þarfir aldraðra og barna og traust öryggisnet fyrir alla.
 • Velferðarþjóðfélag með sterkan grunn í samfélags- og heilbrigðisþjónustu fyrir alla með áherslu á forvarnir.
 • Fjölbreytt heilbrigðiskerfi fyrir alla sem leggur áherslu á almenna lýðheilsu me öflugum rannsóknarmiðuðum forvörnm, heilsteyptar meðferðir, eftirfylgni og bætt flæði upplýsinga.
 • Góð heilbrigðisþjónusta og samfélagsleg velferð sem byggir á aðgengi fyrir alla aldurshópa og býr framtíðarkynslóðum góð lífsskilyrði.
 • Jafnrétti til góðrar heilbrigðisþjónustu með áherslu á almenna lýðheilsu og velferð barna og aldraðra; heilbrigðiskerfið nýtist til atvinnuuppbggingar og útflutningstekna.
 • Við viljum velferðarkerfi með áherslu á forvarnir, fyrsta flokks heilbrigðiskerfi fyrir alla og aldraðir njóti mannréttinda og góðra kjara.
 • Velferðarsamfélag með öflugri ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir alla með áherslu á forvarnir, óhefðbundnar lækningar og persónulega og heimilislega þjónustu fyrir aldraða.
 • Allir Íslendingar hafi aðgang að hágæða heilbrigðisþjónustu með áherslu á forvarnir, skilvirkni og heilbrigðan lífsstíl. Gott að vera gamall á Íslandi.
 • Mannlegt samfélag með góðri heilbrigðisþjónustu og öflugum forvörnum. Minnihlutahópar njóti stuðnings og allir beri ábyrgð á eigin heilsu.
 • Ókeypis heilbrigðiskerfi og öflugt velferðarkerfi með áherslu á forvarnir og úrræði með vellíðan og hamingju í stað efnishyggju að leiðarljósi.
 • Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta sem stendur vörð um réttindi barna, þar sem óhefðbundnar og hefðbundnar lækningar vinna saman, með bætt úrræði fyrir ungmenni í fíkniefnavanda.
 • Góð gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta með áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu, öflugar forvarnir og skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu.
 • Tryggð sé velferð allra ungra sem aldraðra og jafnt aðgengi að traustu og góðu heilbrigðiskerfi, þar með talin frí tannlæknaþjónusta barna.
 • Öflugt og framsækið heilbrigðis- og velferðarkerfi með aðgengi fyrir alla (innifelur tannlæknigarþjónustu) með áherslu á lýðheilsu og forvarnir, öflugt stuðningskerfi þar sem aldraðir geta búið sem lengst heima.
 • Tryggja öllum jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Efla forvarnir m.a. með auknum íþróttum í öllum skólum. Tryggja lífeyrisþegum réttindi og lífsgæði.