Undirsíður

Virðing, gleði og sköpun

23.02.2010 23:49 | MF

Þjóðfundur um menntamál

Gildin virðing, gleði og sköpun er það sem þátttakendur í þjóðfundi um menntamál vilja sjá sem grunn að starfi í leik og grunnskólakerfinu.

Þjóðfundur um menntamál var haldinn 13. febrúar 2010, þar mættu um 200 manns og ræddu um leik- og grunnskólastarfið. 
Um það bil 50 tillögur voru skráðar og voru niðurstöður kynntar í Silfri Egils þann 14. febrúar.
Meðal þess sem fundurinn vill sjá er:

1. Efling gagnrýnnar hugsunar barna
2. Samfelldur skóladagur
3. Aukinn sveigjanleiki í skólastarfinu.

Niðurstöður, myndir og fleiri upplýsingar má sjá á vef fundarins: 

http://www.menntafundur.ning.com/

og hægt er að halda spjallinu áfram á Facebook Þjóðfundar um menntamál
http://www.facebook.com/pages/pjodfundur-um-menntamal-2010/234699679463

< Til baka í fréttalista