Undirsíður

Tæplega 30 þúsund heimsóknir

16.11.2009 11:00 | MF

Ungir Íslendingar á Þjóðfundi 2009

Tæplega 30 þúsund hafa heimsótt vefinn thjodfundur2009.is frá því hann fór í loftið. Flestar heimsóknir eru skráðar nú um helgina eða 28 þúsund sérstakir notendur.

Heimsækjendur eru einnig ákaflega forvitnir um innihaldið því rétt tæplega hundrað og þrettán þúsund síður voru lesnar um helgina. Má geta nærri að íslenska þjóðin sé byrjuð að skoða þau gögn, sem búið er að skrá í gagnagrunninn.

Gagnagrunnurinn er enn í fullri vinnslu, enn á eftir að skrá þúsundir gagna, en vinnan við það skríður vel fram með aðstoð sjálfboðaliða. Þeir sem vilja leggja því verki lið geta haft samband á maurathufan@thjodfundur2009.is

< Til baka í fréttalista