Undirsíður

Ríflega 70 aðilar leggja Þjóðfundi lið

07.11.2009 21:35 | MF

lumaxart.com

 

Fjölmargir aðilar, einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök leggja sitt til að Þjóðfundur verði að veruleika. Útlagður kostnaður við fundahaldið er áætlaður nema um 27 milljónum króna. Ríkisstjórn, Reykjavíkurborg og ríflega 70 fyrirtæki, sveitarfélög, félagasamatök, stofnanir og einstaklingar eru í hópi stuðningsaðila.

Ríkisstjórnin bættist í gær í þennan stóra stuðningshóp með 7 milljón króna framlagi, Reykjavíkurborg hefur áður stutt við bakið á framkvæmdinni með því að leggja til Laugardalshöllina, Bændasamtökin bjóða fundargestum upp á kjötsúpu, Skátar leggja til þúsundir klukkustunda í vinnuframlag og tónlistarfólk gefur vinnu sína. Þá eru ótalin framlög einstaklinga og fyrirtækja í formi peninga og þjónustu.

Allir leggjast á eitt til að rödd þjóðarinnar geti heyrst og hljómað um langa framtíð.

Nánari upplýsingar um framkvæmd þjóðfundar er að finna hér:

 

http://thjodfundur2009.is/thjodfundur/spurningar-og-svor/

 

 

 

 

< Til baka í fréttalista