Undirsíður

Kraftur, einlægni, jákvæðni

14.11.2009 15:13 | mf

Vinna með flokka

Mikill kraftur, einlægni og jákvæðni einkennir Þjóðfundinn sem fram
fer í Laugardalshöll í dag. Eftir hádegi hafa þátttakendur einbeitt
sér að því að móta framtíðarsýn fyrir land okkar og samfélag og er sú
vinna enn í gangi. Um fimmtán hundruð manns taka þátt í fundinum.

Fyrir hádegi fjölluðu þjóðfundargestir um það hvaða gildi við
Íslendingar ættum að hafa að leiðarljósi og varð heiðarleiki þar
efstur á blaði. Þar á eftir kom jafnrétti, virðing og réttlæti.

Fundargestum er skipt niður 162 hópa og eru níu manns í hverjum
þeirra. Þar fyrir utan starfa um 300 sjálfboðaliðar á fundinum, við
tæknivinnu, upplýsingamiðlun og fleira.

Undirbúningur fundarins hefur staðið yfir í fimm mánuði. Markmið hans
er að draga fram úr huga og hjarta hvers og eins Íslendings dulda
sameiginlega vitneskju.

< Til baka í fréttalista