Undirsíður

Gildið heiðarleiki mikilvægast

14.11.2009 14:00 | mf

Gildismatið

Heiðarleiki er það gildi sem þjóðfundarfulltrúum finnst mikilvægast fyrir samfélagið. Þar á eftir kemur jafnrétti, virðing og réttlæti. Því næst kærleikur, ábyrgð, frelsi, sjálfbærni og lýðræði. Fjölskyldan, jöfnuður og traust er einnig ofarlega á blaði.


Þetta er niðurstaða fyrstu vinnulotu Þjóðfundarins sem hófst í Laugardagshöll í morgun. Nærri 1.500  manns, frá öllum landshornum taka þátt. Stemmningin er gríðarlega góð og þátttakendur og starfsmenn einbeittir í því að skila góðri vinnu fyrir land og þjóð.


Fundargestum er skipt í hópa og er unnið við 162 borð. Á hverju borði eru níu manns og var fyrsta verkefnið í morgun að komast að sameiginlegu gildismati.


Vinnan heldur áfram og er næstu upplýsinga að vænta um tvö leytið í dag.

< Til baka í fréttalista