Niðurstöður Þjóðfundar

Enginn maur hefur setið aðgerðarlaus frá því að Þjóðfundi 2009 lauk, því fjöldi sjálfboðaliða hefur nýtt tímann og alla tiltæka fingur til að skrá inn gögnin, sem fundarmenn lögðu af mörkum í einn heildstæðan gagnagrunn um gildismat og hugmyndir Íslensku þjóðarinnar. Öll gögn þurfti að skrá, grófflokka eftir þemum og undirflokkum - í allt um 30 þúsund hugmyndir og tillögur að því samfélagi, sem Íslendingar vilja sjá vaxa og dafna á komandi árum. Gagnagrunnurinn er nú tilbúinn í fyrstu útgáfu og getur auðveldað hverjum sem í hann gluggar yfirsýn og innblik í hug og hjarta Íslendinga. Gögnin eru á þessu stigi í hráu formi, nákvæmlega eins og þau voru lögð fram af fundarmönnum, en áfram verður unnið við að gera þau aðgengilegri. Þar sem gagnagrunnrinn er öllum opinn er vonast til að sem flestir leggi nú hönd á plóg til að draga saman niðurstöður um einstaka þætti.

Fréttir

 • Þjóðfundargestir

  Vilborg Einarsdóttir, Ingimar Björn Davíðsson og Jóhannes Tryggvason fönguðu andrúmsloftið á Þjóðfundi. Rætt við Gerði Pálmadóttur, einn gesta Þjóðfundar um hennar upplifun af fundinum.

 • Erlend umfjöllun frá Þjóðfundi

  Vilborg Einarsdóttir, Ingimar Björn Davíðsson og Jóhannes Tryggvason fönguðu andrúmsloftið á Þjóðfundi. Rætt við Maríönnu Friðjónsdóttur, fjölmiðlamaur, erlenda blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn sem voru á Þjóðfundi 2009.

 • Tæplega 30 þúsund heimsóknir

  Tæplega 30 þúsund heimsóknir

  Tæplega 30 þúsund hafa heimsótt vefinn thjodfundur2009.is frá því hann fór í loftið. Flestar heimsóknir eru skráðar nú um helgina eða 28 þúsund sérstakir notendur.

Sækja gögn

Við höfum útbúið Excel skjal með öllum gögnum sem urðu til á Þjóðfundinum. Þetta skjal nýtist öllum þeim sem vilja lesa yfir gögnin eða vinna áfram með tiltekna málaflokka eða landsvæði

Hlaða niður þjöppuðu Excel skjali (ZIP 1.2Mb)

Hugmyndir

Stærsta verkefni seinustu vikna var að slá inn þær tæplega 12 þúsund hugmyndir sem urðu til á fundinum og flokka þær í 9 þemu og 9 undirflokka undir hverju þema.

Leitarvél hugmyndir

Aðgerðir

Í lok fundar bauðst fólki að skilja eftir miða með aðgerðum í kjörkassa merkta þemunum níu.

Leitarvél: Aðgerðir

Framtíðarsýn Þemu

Hvert svæði skilaði af sér setningum fyrir þema. Þetta gera 18 setningar fyrir hvert af 9 þemunum.

Lesa setningar


Skráðir þátttakendur: 1231


Kynjahlutfall